Byggðu á úreltu sakavottorði og endurupptaka málið

Endurupptökudómur úrskurðaði endurupptaka mál mannsins.
Endurupptökudómur úrskurðaði endurupptaka mál mannsins. mbl.is/Árni Sæberg

Endurupptökudómur hefur fallist á að endurupptaka mál manns sem frá því í fyrra er hann var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Til grundvallar dómsniðurstöðunni lá úrelt sakavottorð sem olli því að maðurinn hlaut þyngri refsingu en hann hefði annars hlotið. 

Úrskurður Endurupptökudóms birtist í dag.

Málsatvik eru þau að maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt með dómi Héraðsdóms Vesturlands 18. desember 2023. Maðurinn ók bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Byggt á dómi sem Landsréttur ómerkti

Í þeim dómi, sem Endurupptökudómur úrskurðaði í, kom fram að maðurinn hefði í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 11. nóvember árið 2022 þeirri fullyrðingu til stuðnings.

Mynd úr safni af Snæfellsnesvegi.
Mynd úr safni af Snæfellsnesvegi. mbl.is/Sigurður Bogi

Aftur á móti var þeim dómi Héraðsdóms Reykjavíkur áfrýjað til Landsréttar sem ómerkti dóminn 8. desember 2023. Dómurinn, sem Endurupptökudómur úrskurðaði um, féll 12. desember 2023 og tók ekki tillit til niðurstöðu Landsréttar sem ómerkti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur heldur byggði á dómnum við ákvörðun refsingar.

Ríkissaksóknari taldi tilefni til endurupptöku

Maðurinn vildi meina að dómurinn hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir Héraðsdóm Vesturlands. Hann hafi verið talinn hafa ekið undir áhrifum vímuefna í þriðja sinn. Það hafi byggst á röngum forsendum og hafi dómur Héraðsdóms Reykjavíkur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif á dóm Héraðsdóms Vesturlands.

Ríkissaksóknari var gagnaðili í málinu og taldi að efni væru til að verða við beiðni mannsins.

Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur hefði ekki átt að hafa ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar mannsins vegna þess að Landsréttur ómerkti þann dóm.

Jafnframt segir að þrátt fyrir að umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif annarra dóma um refsingu er dómvenja að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert