Forstjóri Vegagerðarinnar: Bakslag í banaslysum

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Öll þau banaslys sem orðið hafa í umferðinni á árinu verða skoðuð í þaula. Forstjóri Vegagerðarinnar segir fjöldann gefa til kynna að bakslag hafi orðið.

Ellefu hafa látist í átta umferðarslysum það sem af er ári og er þó árið aðeins rétt rúmlega hálfnað.

„Okkur finnst það hræðilegt,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa fyrst með málin

„Þetta er virkilega sorglegt af því að það hafði náðst árangur í millitíðinni. Við vorum dálítið á réttri leið og svo kemur þetta svakalega bakslag,“ segir Bergþóra og vísar þar til síðustu ára þar sem heildarfjöldi banaslysa hafði aldrei farið yfir tíu á ári.

Leita þarf aftur til ársins 2018 til að finna jafn mörg dauðsföll í umferðinni.

Segir Bergþóra að hvert og eitt málanna verði skoðað eftir þeim upplýsingum sem Vegagerðin hefur en nefnir hún jafnframt að yfirleitt sé það rannsóknarnefnd samgönguslysa sem þurfi fyrst að skoða málin.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert