Framlengja umsóknarfrest um viku

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Innviðaráðuneytið hefur framlengt umsóknarfrest um auglýsta stöðu ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins um eina viku.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu eru sumarfrí ástæðan fyrir framlengingunni og því var talið rétt að gefa umsækjendum eina viku til viðbótar.

Flutt á milli ráðuneyta

Embætti ráðuneytisstjóra var auglýst laust til umsóknar í framhaldi af því að Hermann Sæmundsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins, tók við sem ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þegar Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem ráðherra af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.

Guðmundur Árnason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, var skipaður sendiherra af Bjarna Benediktssyni og fluttist í utanríkisráðuneytið og fer til starfa sem fastafulltrúi Íslands í Róm.

Aðalsteinn Þorsteinsson er settur ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins frá 1. maí til og með 31. ágúst næstkomandi.

Birta á nöfn umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins í næstu viku. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert