Hafði ekki yf­ir­gefið her­bergið í sól­ar­hring þegar hann fannst látinn

Íslendingurinn gekk upp á hótelherbergi kl. 10.20. Eftir það sást …
Íslendingurinn gekk upp á hótelherbergi kl. 10.20. Eftir það sást ekki til hans fyrr en sólarhring síðar, þegar hótelstarfsmaður ákvað kom að honum látnum Skjáskot/KhaSod

Íslendingurinn sem fannst látinn á hótelherbergi í Taílandi í gærmorgun hafði ekki yfirgefið herbergið í tæpan sólarhring áður en hótelstarfsfólk kom að honum látnum, ef marka má myndefni úr öryggismyndavélum.

Líklegt þykir að hann hafi látist vegna mikillar áfegnisneyslu eða undirliggjandi veikinda.

Í gær komu hótelstarfsmenn að 54 ára íslenskum manni látnum á hótelherbergi í Bang Phli-hverfi í sveitarfélaginu Samut Prakan í Taílandi. Samut Prak­an er á höfuðborg­ar­svæði Taí­lands, suður af höfuðborg­inni Bang­kok.

Taílenski fréttamiðillinn AmarinTV greinir frá. Maðurinn er sagður hafa dvalið á hótelinu í tæpan mánuð. Sjónvarpsstöðin Ch7HD fjallar einnig um málið.

Enginn kom inn í tæpan sólarhring

Lögregla telur líklegt að hann hafi látist vegna mikillar neyslu á áfengi eða að undirliggjandi sjúkdómar hafi spilað inn í dánarorsökina. Hótelstarfsmenn sögðu að Íslendingurinn drykki nær daglega.

Nýjustu vendingar í rannsókninni varða myndefni úr öryggismyndavélum en út frá því má rekja tímalínu atburða fram að andlátinu.

Lögreglan fann líkið á hóteli í gærmorgun.
Lögreglan fann líkið á hóteli í gærmorgun. Ljósmynd/KhaSod

Búið að hafa samband við sendiráðið

Enn þarf þó að bíða eftir niðurstöðu krufningar til að segja til um dánarorsök en engir sjáanlegir áverkar voru á líkinu, að minnsta kosti ekkert sem gaf átök til kynna.

Réttarlæknar segja að maðurinn hafi verið látinn í um 6-12 tíma. Búið er að hafa samband við sendiráð Íslands vegna andlátsins, samkvæmt frétt Amarin, en sendiráð Íslands í Peking í Kína sér um erindi er varða Taíland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert