Ný kennileiti í miðborg Reykjavíkur

Tveir kebabstaðir hlið við hlið og ísbúð á nýuppgerðu svæði …
Tveir kebabstaðir hlið við hlið og ísbúð á nýuppgerðu svæði við Hlemm. mbl.is/Anton Brink

Miðborg Reykjavíkur hefur breyst mikið á síðustu árum. Laugavegi hefur að stórum hluta verið breytt í göngugötu og mörgum rótgrónum verslunum hefur verið lokað eða rekstur þeirra fluttur annað.

Ein af nokkrum húðflúrstofum er við hlið Hókus pókus sem …
Ein af nokkrum húðflúrstofum er við hlið Hókus pókus sem enn lifir góðu lífi með sína grímubúninga. mbl.is/Anton Brink

Fjölmörg ný fyrirtæki hafa komið sér fyrir við þessa fornfrægu verslunargötu og eiga það mörg sameiginlegt að njóta helst vinsælda hjá fjölda erlendra ferðamanna sem þarna fara um. Sum þeirra virðast jafnvel aðeins endast í nokkra mánuði.

Gull auglýsing fyrir bjór prýðir nú skilti menningarhúss Máls og …
Gull auglýsing fyrir bjór prýðir nú skilti menningarhúss Máls og menningar. Þar er nú rekinn vinsæll tónleikastaður. mbl.is/Anton Brink

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum má nú ganga að snyrtistofum, nuddstofum, húðflúrstofum, kebabstöðum, ísbúðum og auðvitað lundabúðum vísum við Laugaveginn.

Nokkrar „hornverslanir“ að erlendri fyrirmynd má finna í miðborginni. Þær …
Nokkrar „hornverslanir“ að erlendri fyrirmynd má finna í miðborginni. Þær njóta vinsælda hjá ferðamönnum. mbl.is/Anton Brink

Auk þess eru nokkrar smáverslanir sem kallast „markets“ að erlendri fyrirmynd. Þá eru ófáir hraðbankar, sem er breyting frá því sem áður var.

Sérverslunum fyrir erlenda ferðamenn hefur fækkað í miðborginni á síðustu …
Sérverslunum fyrir erlenda ferðamenn hefur fækkað í miðborginni á síðustu misserum en þessi lifir góðu lífi. mbl.is/Anton Brink
Við Laugaveg 84 er veitingastaðurinn Asian Food. Þar var á …
Við Laugaveg 84 er veitingastaðurinn Asian Food. Þar var á árum áður kvenfataverslunin Hjá Berthu. mbl.is/Anton Brink
Þar sem Vinnufatabúðin var rekin um áratugaskeið er nú hægt …
Þar sem Vinnufatabúðin var rekin um áratugaskeið er nú hægt að fá asískt nudd og augnháralengingar. mbl.is/Anton Brink
Katherine auglýsir naglasnyrtingu með gylltu letri við Laugaveg 71 þar …
Katherine auglýsir naglasnyrtingu með gylltu letri við Laugaveg 71 þar sem Hvannbergsbræður voru fyrr á tíð. mbl.is/Anton Brink
Óhætt er að segja að nóg úrval sé af kebabi …
Óhætt er að segja að nóg úrval sé af kebabi í bænum. Kebab Sara er í Bankastræti. mbl.is/Anton Brink
Þarna var verslunin Macland í nokkur ár. Á undan var …
Þarna var verslunin Macland í nokkur ár. Á undan var þar sælgætisverslun og enn fyrr íþróttabúðin Boltamaðurinn. mbl.is/Anton Brink
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert