Nýr framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu HH

Íris Dögg Harðardóttir er nýr framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Íris Dögg Harðardóttir er nýr framkvæmdastjóri geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Aðsend

Íris Dögg Harðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra geðheilbrigðisþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) frá 15. ágúst 2024.

Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Íris hefur starfað við geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og fullorðna síðastliðin 12 ár, á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. Hún hefur víðtæka reynslu af þverfaglegri teymisvinnu og meðferðarleiðum innan geðheilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert