Sprenging í Leifsstöð: Einn lítið slasaður

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sprenging varð á salerni á Keflavíkurflugvelli í brottfarasalnum. Einn er lítillega slasaður en töluverður viðbúnaður er á svæðinu.

Þetta staðfestir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is.

Hún segir að einhver hlutur hafi sprungið í höndunum á starfsmanni sem var þar við vinnu. Ekki er um starfsmann Isavia að ræða, heldur verktaka.

Sprengjusveit á vettvangi

Hún segir að sprengjusveit ríkislögreglustjóra sé á vettvangi að kanna hvort að svæðið sé ekki hreint. Engar hótanir um sprengjuverknað hafa borist. 

„Það er unnið samkvæmt viðbraðgsáætlunum þegar svona gerist,“ segir Bjarney. 

Uppfært klukkan 16.59

Bjarney segir að hugsanlega hafi þetta verið víti sem sprakk og er sprengjusveitin enn þá að skoða vettvang. Lögreglunni barst útkallið klukkan 15.16. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert