Advania ekki orðið fyrir „beinum áhrifum“

Höfuðstöðvar Advania á Íslandi.
Höfuðstöðvar Advania á Íslandi. Ljósmynd/Advania

Einn stærsti söluaðili Microsoft-lausna á Íslandi segir að sitt rekstrarumhverfi hafi ekki orðið fyrir „beinum áhrifum“ af Microsoft-biluninni sem skekur nú heimsbyggðina.

Í tilkynningu á vef Advania segir að rekstraratvik hjá Microsoft hafi leitt af sér víðtæk áhrif á ýmsar þjónustur í Microsoft skýinu.

„Rekstrarumhverfi Advania hefur ekki orðið fyrir beinum áhrifum en við fylgjumst náið með framgangi mála.“

Gölluð kerfisuppfærsla

Meiri­ hátt­ar kerf­is­bil­un hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerf­is­upp­færslu frá netöryggisfyrirtæk­inu Crowd­Strike.

Advania er einn stærsti, ef ekki allra stærsti, söluaðili Microsoft-lausna á Íslandi.

Hefur þú eða þitt fyrirtæki fundið fyrir truflunum vegna bilunarinnar? Endilega sendu okkur tölvupóst á frettir@mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert