Einn stærsti söluaðili Microsoft-lausna á Íslandi segir að sitt rekstrarumhverfi hafi ekki orðið fyrir „beinum áhrifum“ af Microsoft-biluninni sem skekur nú heimsbyggðina.
Í tilkynningu á vef Advania segir að rekstraratvik hjá Microsoft hafi leitt af sér víðtæk áhrif á ýmsar þjónustur í Microsoft skýinu.
„Rekstrarumhverfi Advania hefur ekki orðið fyrir beinum áhrifum en við fylgjumst náið með framgangi mála.“
Meiri háttar kerfisbilun hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerfisuppfærslu frá netöryggisfyrirtækinu CrowdStrike.
Advania er einn stærsti, ef ekki allra stærsti, söluaðili Microsoft-lausna á Íslandi.
Hefur þú eða þitt fyrirtæki fundið fyrir truflunum vegna bilunarinnar? Endilega sendu okkur tölvupóst á frettir@mbl.is