Áhrifanna gætir ekki hjá Play

Kerfi flugfélagsins eru hýst hjá AWS, eða Amazon Web Service.
Kerfi flugfélagsins eru hýst hjá AWS, eða Amazon Web Service. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæknilegir örðugleikar sem skekja nú heimsbyggðina virðast ekki hafa nein áhrif á flugfélag Play. Örðug­leik­ar­nir eru sagðir tengj­ast kerf­is­bil­un hjá Microsoft.

Í samtali við mbl.is segir Nadine Guðrún Yaghi upplýsingafulltrúi Play að kerfi flugfélagsins séu hýst hjá AWS, eða Amazon Web Services, og því séu engar þjónustur hýstar hjá Microsoft.

Öll flug á áætlun 

Aðspurð segir hún allt flug félagsins hafa verið á áætlun í morgun. Flugfélagið sé þó vakandi og fylgist vel með stöðu mála í dag. 

„Enn sem komið er höfum við ekki heyrt af neinni seinkun,“ segir Nadine. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert