Almannaöryggi ekki í hættu

Meiri­hátt­ar kerf­is­bil­un hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerf­is­upp­færslu frá …
Meiri­hátt­ar kerf­is­bil­un hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerf­is­upp­færslu frá netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­inu Crowd­Strike. AFP

Ekkert bendir til þess að Microsoft-bilanir sem skekja nú heimsbyggðina stofni almannaöryggi á Íslandi í hættu, að sögn embættis ríkislögreglustjóra.

„Við verðum vör við bilanir líkt og aðrir notendur Microsoft. Þetta eru samt minniháttar bilanir,“ segir Marín Þórsdóttir, staðgengill samskiptastjóra ríkislögreglustjóra.

„Og virðist það sama eiga við um aðra hér á landi.“

Rekið til CrowdStrike

Meiri­hátt­ar kerf­is­bil­un hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerf­is­upp­færslu netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­isins Crowd­Strike.

Fjöl­miðlar, lest­ar­kerfi, heil­brigðisþjón­usta, fjar­skipta­fyr­ir­tæki, bank­ar og jafn­vel skipuleggjendur Ólymp­íu­leik­anna finna fyr­ir áhrif­um bil­un­ar­inn­ar.

Marín segir að lögregla fái almennt ekki tilkynningar um slíkar bilanir nema þær valdi „þannig áhrifum að um almannavarnaástand sé að ræða“.

„En það er ekkert sem bendir til þess að umrædd bilun leiði til slíks,“ segir Marín.

Vegna rekstr­artrufl­ana gátu viðskipta­vin­ir Lands­bank­ans ekki skráð sig inn í net­bank­ann eða í Lands­banka-appið fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka