Andlát: Agnar Guðnason

Agnar Guðnason er látinn.
Agnar Guðnason er látinn. mbl.is

Agn­ar Guðna­son, lengi ráðunaut­ur Búnaðarfé­lags Íslands og stofn­andi Bænda­ferða, lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir 10. júlí síðastliðinn, 97 ára að aldri.

Agn­ar fædd­ist 13. fe­brú­ar 1927. For­eldr­ar hans voru Guðni Eyj­ólfs­son, verk­stjóri við Gasstöðina í Reykja­vík (1883-1974), og Sigrún Sig­urðardótt­ir hús­móðir (1895-1953). Agn­ar var yngst­ur átta barna for­eldra sinna en fyr­ir átti faðir hans son.

Agn­ar var bú­fræðing­ur frá Hól­um í Hjalta­dal 1945, lauk prófi frá Búnaðarskólaum Tune í Dan­mörku 1947 og var bú­fræðikandí­dat frá Búnaðar­há­skól­an­um í Kaup­manna­höfn 1950. Hann starfaði eft­ir nám við rann­sókn­ir í land­búnaði í Nor­egi og á Íslandi. Var kenn­ari við Héraðsskól­ann á Reykj­um í Hrútaf­irði 1952-1953 og ráðunaut­ur hjá Búnaðarfé­lagi Íslands 1954-1975. Þá var Agn­ar blaðafull­trúi Bænda­sam­tak­anna 1975-1985, yf­ir­matsmaður garðávaxta frá 1985, í rit­ara­nefnd Nor­rænu bænda­sam­tak­anna (NBC) frá 1964 og rit­ari Íslands­deild­ar NBC. Hann var fram­kvæmda­stjóri ým­issa sýn­inga og viðburða.

Agn­ar var rit­stjóri Hand­bók­ar bænda 1960-1974 og meðrit­stjóri búnaðarblaðsins Freys í 2 ár. Þá skrifaði hann bæk­linga og fjölda blaðagreina. Agn­ar var landsþekkt­ur út­varps­maður til fjölda ára þar sem hann annaðist fræðslu- og skemmtiþætti í út­varp­inu, Jóns­messuþætt­ina og Spjallað við bænd­ur. Agn­ar stofnaði ferðaskrif­stof­una Bænda­ferðir árið 1965 og ferðaðist með þúsund­ir Íslend­inga til margra landa í yfir 40 ár.

Eig­in­kona Agn­ars var Fjóla H. Guðjóns­dótt­ir, f. 7. sept­em­ber 1926, d. 12. janú­ar 2021. Þau voru gef­in sam­an árið 1953. Kona Agn­ars 1949-1952 var Ada Christen­sen. Syn­ir Agn­ars og Fjólu eru Guðjón Sverr­ir, f. 1954, Guðni Rún­ar, f. 1956 og Hilm­ar Örn, f. 1960. Börn þeirra bræðra, barna­börn Agn­ars og Fjólu, eru alls átján. Barna­barna­börn­in eru þrett­án tals­ins.

Stjúp­dótt­ir Agn­ars, dótt­ir Fjólu: Anna Lilli­an Björg­vins­dótt­ir, f. 1948.

Dótt­ir Agn­ars frá fyrra hjóna­bandi, alin upp í Dan­mörku: Ulla Gudna­son, f. 1950.

Útför Agn­ars verður gerð frá Áskirkju í Reykja­vík 23. júlí næst­kom­andi kl. 13.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert