Bankastræti 5 laust til leigu

Húsnæðið er laust til leigu.
Húsnæðið er laust til leigu. Ljósmynd/Karítas Ríkharðsdóttir

Húsnæði að Bankastræti 5, sem lengi hefur hýst vinsæla skemmtistaði borgarinnar, er laust til leigu. 

Í glugga húsnæðisins segir að um sé að ræða tækifæri í rekstri en síðustu þrír rekstraraðilar hússins hafa verið þar með skemmtistað. 

Í glugga húsnæðisins segir að um sé að ræða tækifæri …
Í glugga húsnæðisins segir að um sé að ræða tækifæri í rekstri. Ljósmynd/Karítas Ríkharðsdóttir

Lokað að beiðni skattayfirvalda

Nú síðast var þar til húsa skemmtistaðurinn b5 en honum var lokað af lögreglu 26. apríl að beiðni skattayfirvalda.

Í kjölfarið sendi Sverr­ir Ein­ar Ei­ríks­son, veit­ingamaður og eig­andi skemmtistaðarins, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki af baki dottinn og að staðurinn yrði opnaður á ný. Aldrei fór þó svo og eins og fyrr segir er húsnæðið laust til leigu. 

Húsnæðið lengi hýst vinsæla skemmtistaði

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class, er meðal þeirra sem hefur rekið skemmtistað í húsnæðinu. Var það áður en Sverrir Einar tók við og gekk staðurinn undir nafninu Bankastræti Club. 

Sverr­ir Ein­ar tók við rekstr­in­um í júní á síðasta ári og var mark­miðið þá að end­ur­vekja stemn­ing­una sem var áður í húsinu þegar þar var rekinn skemmtistaðurinn b5.

Marg­ir kann­ast við nafnið b5 enda var staðurinn til húsa við Banka­stræti 5 í mörg ár áður en staður Birgittu Lífar tók við. Rekst­ur­inn gekk þó erfiðlega þegar strang­ar sam­komutak­mark­an­ir voru í gildi í heims­far­aldri Covid-19 og var skemmti­staðnum á end­an­um lokað.

Sverr­ir varð þó að breyta nafn­inu á staðnum í B í kjölfar þess að lög­bann var lagt á notk­un heit­is­ins b5 þar sem heitið reynd­ist í eigu einka­hluta­fé­lags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka