Birta Hannesdóttir
Upp komu tæknilegir örðugleikar í tölvukerfi Reiknistofu bankanna fyrir skemmstu sem hafði áhrif á ýmsa fjármálastarfsemi, meðal annars Aur-appið.
Þetta segir Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, í samtali við mbl.is.
Hún segir að búið sé að leysa úr þessu og að starfsemi flestra samstarfsaðila ættu að vera komin í lag.
Þá segir hún að þetta eigi ekkert skylt við kerfisbilunina sem varð hjá Microsoft í dag sem hefur sett margvíslega starfsemi um allan heim úr skorðum.
„Það er bara tilviljun að þetta komi fyrir á sama degi,“ segir Ragnhildur.