Bretakonungur ræddi við Bjarna um laxveiði

Samsett mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti Karl Bretakonung í Bretlandi í dag.

Karl Bretakonungur bauð til móttöku að loknum fundi Evrópuleiðtoga í Blenheimhöll, fæðingarstað Winston Churchill, en Bjarni birti myndir af fundunum á Instagram-reikningi sínum í dag.

Talaði um veiðitímabilið í ár

„Við ræddum talsvert um laxveiði, en konungurinn veiddi reglulega á Íslandi á árum áður. Hann fylgist enn með stöðu mála hér heima og hafði sérstaklega á orði að veiðitímabilið virtist hafa farið ágætlega af stað í ár,“ segir Bjarni í færslu sinni. 

Þá birti breska sendiráðið á Íslandi einnig mynd af Bjarna ásamt nýkjörnum forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert