Deilt um flokkun veitunnar

Horft frá Kvíslaveituvegi yfir að Þjórsárveri.
Horft frá Kvíslaveituvegi yfir að Þjórsárveri. mbl.is/Þorsteinn

Formaður stjórnar Landverndar segir óábyrgt að halda því fram að framkvæmd Kjalölduveitu komi ekki til með að hafa áhrif á Þjórsárver.

Fyrr í vikunni hafði mbl.is eftir framkvæmdastjóra vatnsorku hjá Landsvirkjun að stofnunin myndi beita sér fyrir því að framkvæmdin fari ekki í verndarflokk rammaáætlunar.

Hann sagði kostinn umhverfisvænan og hagkvæman og að framkvæmdin myndi ekki hafa mikil neikvæð umhverfisáhrif og engin áhrif á Þjórsárver.

Kjalölduveita myndi veita vatni úr Þjórsá í Þórisvatn og þaðan inn í röð virkjana en hún er sem stendur í biðflokki rammaáætlunar eftir að Alþingi samþykkti árið 2022 að færa hana þaðan úr verndarflokki.

Í nýrri tillögu að rammaáætlun er hins vegar mælt með að hún verði færð aftur í verndarflokk.

„Mér finnst það liggja í augum uppi að það sé óábyrgt að segja að þetta muni ekki hafa áhrif vegna þess að grunvatnsstaða og grunnvatnsfræðin eru mjög flókin og það eru mjög mikil áhrif sem geta orðið við það að breyta farvegi vatns,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður stjórnar Landverndar, í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má umfjöllunina í heild sinni í blaðinu í dag.

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar.
Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert