Ekki haft áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar

„Þetta hefur engin áhrif á vellinum sjálfum.“
„Þetta hefur engin áhrif á vellinum sjálfum.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæknilegir örðugleikar sem hafa haft áhrif á flugumferð víða í heiminum hafa enn þá ekki haft nein áhrif á Keflavíkurflugvelli. Þó hafa einhver flugfélög seinkað flugferðum til landsins eða fellt niður ferðir.

„Þetta hefur engin áhrif á vellinum sjálfum og þetta hefur ekki enn þá haft nein áhrif á starfsemi Keflavíkurflugvallar,“ segir staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við mbl.is

Hugbúnaðarbilun í tilteknum kerfum

Aðspurður segir hann að svo virðast sem um einhvers konar hugbúnaðarbilun í tilteknum kerfum sé að ræða. Hann hafi þó ekki nákvæmar upplýsingar um hvar eða hjá hverjum og útskýrir að alls staðar í heiminum sé fólk að reyna að átta sig á stöðunni. 

Hann ítrekar þó að enn sem komið er hafi örðugleikarnir ekki haft áhrif á Keflavíkurflugvöll eða íslensk flugfélög eftir því sem hann best veit. 

Grípa til „mildunaraðgerða“

Mik­il seink­un er á al­menn­ings­sam­göng­um víða um heim vegna örðug­lei­kanna. Or­sök­in er enn óljós enn en tækn­iris­inn Microsoft hyggst grípa til „mild­un­araðgerða“. 

Búið er að kyrr­setja eða fresta flugferðum á flug­völl­um víða um heim­ auk þess sem fjölmiðlar, lestarkerfi, fjarskiptafyrirtæki og bankar hafa orðið fyrir áhrifum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert