Gámastuldurinn enn óupplýstur

Gámurinn á Fiskislóð.
Gámurinn á Fiskislóð. Ljósmynd/Almar Gunnarsson

Hvarf gáms af lóð við Fiskislóð í Reykjavík er enn óupplýst að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa. Málið er enn til rannsóknar.

Fyrr í mánuðinum greindi mbl.is frá því að gám­ur í eigu Alm­ars Gunn­ars­son­ar, eig­anda pípu­lagn­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Lands­lagna ehf., hefði verið flutt­ur af einkalóð hans við Fiskislóð í Reykja­vík af ET-flutn­ing­um yfir á Hólms­heiði án hans vit­und­ar.

Fann gáminn á Hólmsheiði

Í gámnum voru hreinlætis- og pípulagningavörur að andvirði tíu til fimmtán milljóna króna.

„Þetta gerðist 27. júní. Ég fann gám­inn á Hólms­heiði þrem­ur dög­um eft­ir að hann hvarf,” sagði Almar í samtali við mbl.is.

Kristmundur Einarsson, framkvæmdastjóri ET-flutninga ehf., sagði að fyrirtækið hefði verið blekkt. Fyrirtækið hefði verið beðið um að flytja gáminn og það væri fórnarlamb í málinu eins og eigandi gámsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert