Handtekinn eftir að hafa fallið fjóra til fimm metra

Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Málið er nú til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í miðbænum í dag þar sem maður féll niður fjóra til fimm metra, að því er segir í dagbók lögreglu. 

Í dagbókinni segir að maðurinn hafi hlotið minniháttar áverka en að hann hafi verið fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 

Eftir nánari skoðun lögreglunnar hafi komið í ljós að maðurinn og samstarfsmenn hans væru hér á landi í ólöglegri dvöl og hefðu ekki tilskilin atvinnuréttindi.

Þeir voru í kjölfarið handteknir og er málið nú til skoðunar hjá lögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert