Hefur trú á framtíð Grindavíkur

Bjarni er bjartsýnn.
Bjarni er bjartsýnn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa trú á því að aftur verði hægt að búa í Grindavík. Ekki eru uppi áform um að stöðva byggingu varnargarða á svæðinu.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í fyrradag er áætlaður kostnaður vegna varna innviða í Svartsengi og Grindavík með gerð varnargarða talinn geta orðið 8,6 milljarðar króna. Þar er tiltekinn þegar áfallinn kostnaður sem og áætlaður kostnaður vegna þeirra verkefna sem fyrirhuguð eru.

„Það er bara ein leið til þess að fást við þetta verkefni sem kemur upp í hendurnar á okkur vegna Grindavíkur og hún er sú að hafa trú á framtíð samfélagsins sem þar er. Það er ekkert annað í boði. Þess vegna reistum við varnargarðana.

Varnargarðarnir standa til vitnis um trú okkar á að þetta geti farið vel og að það muni áfram vera byggilegt til lengri tíma litið í Grindavík,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið.

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Ljósmynd/Otti Rafn Sigmarsson

Vonar það besta

Greint var frá því í fyrradag að auknar líkur væru á eldgosi innan Grindavíkurbæjar. Hætta vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar í Grindavíkurbæ er nú metin töluverð. Áður var hún metin nokkur. Hefur hættustigið því verið hækkað um eitt stig.

Bjarni vonar það besta. Hann segir ríkisstjórnina ekki vilja líta til baka og sjá eftir því að hafa ekki varið bæinn betur.

„Við ætlum ekki að líta til baka eftir einhvern tíma og segja: „Ef við bara hefðum haft trú á Grindavík þá hefði þetta allt saman getað farið miklu betur.““

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert