Landspítalinn hefur ekki fundið fyrir áhrifum af tölvubiluninni sem hefur skekið heimsbyggðina í dag.
Þetta segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, við mbl.is.
Kerfisbilun hjá Microsoft hefur í dag valdið tækniörðugleikum um víða veröld. Fjölmiðlar, lestarkerfi, heilbrigðisþjónusta, fjarskiptafyrirtæki og bankar finna fyrir áhrifum kerfisbilunarinnar.
Sjúkrahús um víða veröld hafa þurft að aflýsa aðgerðum sem ekki eru taldar bráðnauðsynlegar.