Leiguverð hækkar áfram

Á milli júnímánaða 2023 og 2024 hækkaði vísitala leiguverðs um …
Á milli júnímánaða 2023 og 2024 hækkaði vísitala leiguverðs um 13%. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Í nýrri mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að vísitala leiguverðs hafi verið 116,1 stig í júní og hækkað um 2,5% á milli mánaða. Hefur leiguverð frá því í mars hækkað um 7,4%.

Þá kemur fram að á milli júnímánaða 2023 og 2024 hafi vísitala leiguverðs hækkað um 13%.

„Til samanburðar mældist verðbólga 5,8% á sama tímabili og vísitala íbúðaverðs hækkaði um 9,1%. Á síðastliðnu ári hefur leiguverð því hækkað um 6,8% umfram almennt verðlag og um 3,6% umfram íbúðaverð,“ segir í skýrslunni.

Samdráttur milli ára

Í skýrslunni segir að þrýstingurinn á leigumarkaðnum gæti minnkað á komandi misserum vegna þess samdráttar sem orðið hefur í ferðaþjónustu hérlendis.

Skráðar gistinætur voru 2,7 milljónir fyrstu fimm mánuði ársins en á sama tíma í fyrra voru þær 2,94 milljónir.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert