Líklegt að áhrifa kerfisbilunar gæti hérlendis

Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið miklum röskunum víðs vegar …
Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið miklum röskunum víðs vegar um heim. AFP/Sam Yeh

Líklegt er að áhrifa vegna alþjóðlegrar kerfisbilunar muni gæta hér á landi, að því er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, segir í færslu á Facebook.

Segir hún ástæðuna vera að fyrirtækin sem um ræði hafi mjög sterka stöðu á markaði um allan heim.

Tekur hún fram að kerfisbilunin sé vegna bilunar í hugbúnaðaruppfærslu en ekki netárásar.

„Verið er að kanna áhrifin innanlands núna af CERTIS, netöryggissveitinni okkar, og við erum vakandi yfir þessu til að geta brugðist við þeim truflunum sem þetta kann að valda,“ segir í færslunni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka