Mannleg mistök lögreglu

Beiðni ríkissaksóknara barst ekki réttum aðilum innanhúss hjá lögreglunni.
Beiðni ríkissaksóknara barst ekki réttum aðilum innanhúss hjá lögreglunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ber við mannlegum mistökum í skriflegu svari til Morgunblaðsins, þegar leitað var skýringa á því að lögreglustjóri sendi ekki ríkissaksóknara rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun sinni að fella niður rannsókn á kæru vegna meintra mútugreiðslna fyrirsvarskvenna Solaris-samtakanna til að greiða flóttamönnum frá Gasa för út úr Palestínu.

Segir að beiðni ríkissaksóknara þar um hafi ekki borist réttum aðilum innanhúss hjá lögreglunni af fyrrgreindum orsökum.

Afstaða ríkissaksóknara byggist því m.a. á stöðluðu bréfi lögreglu til málsaðila um að rannsókn hafi verið hætt.

Málið tekið til meðferðar að nýju

„Mistök af þessu tagi eru afar fátíð og embættið leggur sig fram við að sinna skyldu sinni í samræmi við ákvæði sakamálalaga í svörum sínum til ríkissaksóknara,“ segir í svarinu.

Málið verði tekið til meðferðar að nýju svo fljótt sem verða megi, en ekki sé hægt að segja til um hvenær málsmeðferð muni ljúka.

Lögreglan muni hafa afstöðu ríkissaksóknara til hliðsjónar við áframhaldandi meðferð málsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert