Fjarskiptastofa minnir á mikilvægi þess að tilkynna um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft.
Þetta segir í tilkynningu frá Fjarskiptastofu.
„Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, vill minna á mikilvægi þess að mikilvægir innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft.
Undanfarin tilvik hafa sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif,“ segir í tilkynningunni.