Missti næstum fingurinn við vinnu

Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Hafnafirði í dag. Þar hafði maður farið með fingur í sög og tók fingurinn næstum af sér. Lögreglustöð tvö sinnti útkallinu en hún sinnir útköllum í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar sem segir að maðurinn hafi verið fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. 

Lögregla stöðvaði einnig mann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, en hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. 

Fjögur umferðarslys og innbrot

Lögreglustöð eitt, sem sinnir verkefnum í stórum hluta borgarinnar og á Seltjarnarnesi, sinnti þrem útköllum sem sneru að innbrotum og þjófnaði. Enginn var þó handtekinn og málin afgreidd á staðnum. 

Lögreglustöð fjögur, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, barst einnig tilkynning um þjófnað í verslun, en málið var afgreitt á staðnum. Þá stöðvaði hún ökumann í akstri sem var sviptur ökuréttindum, en málið var afgreitt á vettvangi með vettvangsskýrslu.

Þá barst lögreglunni fjórar tilkynningar um umferðarslys í dag. Málin voru öll afgreidd á staðnum og enginn með meiriháttar áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert