Netbanki Landsbankans lá niðri

Bankinn biðst velvirðingar.
Bankinn biðst velvirðingar. Skjáskot/Landsbankinn

Vegna rekstrartruflana gátu viðskiptavinir Landsbankans ekki skráð sig inn í netbankann eða í Landsbanka-appið fyrr í dag. Netbankinn er aftur kominn í lag.

„Bilunin virðist tengjast þeim vandamálum sem upp hafa komið hjá Microsoft og fleiri fyrirtækjum víða um heim,“ skrifaði Landsbankinn á Facebook.

Kerfisbilun hjá Microsoft hefur í dag valdið tækniörðugleikum um víða veröld. Fjöl­miðlar, lest­ar­kerfi, heil­brigðisþjón­usta, fjar­skipta­fyr­ir­tæki og bank­ar finna fyr­ir áhrif­um kerf­is­bil­un­ar­inn­ar.

Hvorki var hægt að skrá sig inn í Landsbakaappið né netbankann. Landsbankinn baðst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur.

Við nánari skoðun virðast smáforrit hinna viðskiptabankanna enn virka. Þjónusta í hraðbönkum Landsbankans er ekki aðgengileg eins og er.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert