Óstöðugt loft yfir landinu

Búast má við skúradembum í dag.
Búast má við skúradembum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er óstöðugt loft yfir landinu og búast má við skúradembum víða. Á þetta einkum við síðdegis og í kvöld. Hiti gæti náð yfir 15 stigum þar sem best lætur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Þar segir að morgun komi lægðarbóla úr norðri. Með henni verður væta fyrir norðan, þar sem mun þá kólna. Fyrir sunnan og austan verði yfirleitt bjartara veður og mildara.

„Önnur dýpri lægð mun nálgast landið á sunnudag úr austri með vaxandi norðvestanátt og rigningu og kólnandi veðri. Hins vegar verður skaplegra veður syðst á landinu.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert