„Þær bara krassa og fara ekkert í gang aftur“

„Blue screen of death“ nefnist blái skjárinn sem birtist notendum …
„Blue screen of death“ nefnist blái skjárinn sem birtist notendum þegar tölvan gefur sig. AFP

Nokkrir á Íslandi hafa fundið fyrir áhrifum af kerfisbilun í Microsoft-stýrikerfinu. Bilunin hefur m.a. valdið því að flugferðum hefur verið frestað um víða veröld.

Megnið af tölvum hér á landi keyrir á Windows-stýrikerfi en meiri ­hátt­ar kerf­is­bil­un hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerf­is­upp­færslu frá netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­inu Crowd­Strike. 

„Þetta hefur einhver áhrif innanlands, af því að báðir þessir aðilar eru svo stórir,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri CERT-IS, í samtali við mbl.is.

„Þeir sem hafa notað þessa vírusvörn frá CrowdStrike hafa að öllum líkindum lent í þessum galla,“ segir Guðmundur enn fremur.

„Þær [tölvurnar] bara krassa og fara ekkert í gang aftur. Það er svolítil handavinna að komast fram hjá þessu og setja hverja einustu tölvu í gang.“

Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgjast með innviðum

Guðmundur kvaðst ekki geta sagt hvaða stofnanir eða fyrirtæki hefðu orðið fyrir tjóni eða truflunum vegna bilunarinnar.

„Við hjá netöryggissveitum Cert-Is erum að þjónusta sérstaklega þennan lista yfir mikilvæga innviði. Þar eru orkufyrirtæki, fjármálafyrirtæki og fleiri undir. Við erum búin að setja okkur í samband við þau og það eru ekki margir sem hafa lent í þessu,“ segir hann.

Vinna Cert-Is snýr ný að samhæfingu, segir hann. Leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við verði gefnar út til fyrirtækja og stofnana sem fundið hafa fyrir biluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert