Tilkynningum um mansal fjölgar

Saga Kjartansdóttir segir að bæði sé um að ræða fjölgun …
Saga Kjartansdóttir segir að bæði sé um að ræða fjölgun á tilkynningum frá almenningi en sérstaklega frá fórnarlömbum. Samsett/Eggert Jóhennesson/Aðsend

Fleiri mansalstengd mál hafa komið á borð vinnustaðaeftirlits Alþýðusambands Íslands það sem af er ári en á síðustu árum.

Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ, segir ástæðuna mikla umfjöllun um mál veitingastaðanna WokOn og Pho upp á síðkastið.

Hótanir vinnuveitenda

Hún segir að bæði sé um að ræða fjölgun á tilkynningum frá almenningi en sérstaklega frá fórnarlömbum, fólki sem starfi enn í slíkum aðstæðum.

„Það er held ég af því að starfsfólk þorir núna, vegna þess að það er búið að sjá í þessari umfjöllun um Wok on- og Pho-málið, að það sé eitthvert viðbragð til, eitthvað sem getur gripið þig og að niðurstaðan sé ekki endilega vond,“ segir hún.

Saga segir að flest fórnarlömb mansals hafi sætt hótunum af hálfu vinnuveitanda og þess vegna sé mikilvægt að sýna að það sé eitthvað betra sem geti komið út úr því að stíga úr aðstæðunum.

Rætt við tæplega 1.300 manns

Það sem af er ári hefur vinnustaðaeftirlitið hitt fyrir og rætt við tæplega 1.300 einstaklinga en Saga segir eftirlitið senda fjölda tilkynninga á ýmsar stofnanir á borð við Vinnumálastofnun, lögreglu og Skattinn.

Fyrir utan fjölgun tilkynninga um mansal segir Saga að annað mál sem hafi komið sérlega oft upp hjá eftirlitinu að undanförnu sé erlent starfsfólk sem starfi án atvinnuleyfis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert