Truflanir í bókasafnskerfum landsins

Borgarbókasafnið er meðal þeirra bókasafna sem finna fyrir afleiðingum kerfisvillunnar.
Borgarbókasafnið er meðal þeirra bókasafna sem finna fyrir afleiðingum kerfisvillunnar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Bókasöfn landsins glíma við truflanir vegna bilunar í Microsoft-stýrikerfum í nótt. Notendur geta þar af leiðandi ekki pantað eða endurnýjað útlán í gegnum netið.

Meiri­hátt­ar kerf­is­bil­un varð hjá Microsoft í nótt sem má rekja til gallaðrar kerf­is­upp­færslu netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Crowd­Strike. 

Hugbúnaðarkerfið frá Ex-libris sem þjónustar rekstarkerfi bókasafna um víða veröld varð fyrir röskunum vegna villunnar.

„Kerfi Ex-libris, sem Gegnir og Leitir.is byggja á, varð fyrir bilunum,“ segir Sigrún Hauksdóttir, þróunarstjóri hjá Landskerfi bókasafna, í samtali við mbl.is

Bókasöfn fara aðrar leiðir

Crowd­Strike segist nú hafa fundið rót kerf­is­hruns­ins í morg­un og fram­kvæmt upp­færslu sem ræður bót á henni.

„Við erum að bíða og vona að þetta fari að kikka inn,“ segir Sigrún enn fremur.

Bókasöfn fara því aðrar leiðir til þess að sjá um útlán og endurnýjanir.

Guðrún Dís Jónatansdóttir hjá Borgarbókasafninu segir að hægt sé að hringja í afgreiðslu til þess að framlengja útlán eða heimsækja bókasöfnin.

Almannaöryggi ekki í hættu

Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir virðast afleiðingar kerfisvillunnar umfangslitlar hér á landi miðað við erlendis, þar sem erlend flugfélög hafa mörg þurft að aflýsa ferðum sínum. 

Ekk­ert bend­ir til þess að Microsoft-bil­an­irnar sem skekja nú heims­byggðina stefni al­manna­ör­yggi á Íslandi í hættu, að sögn embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra.

Netbanki Landsbankans lá aftur á móti tímabundið niðri vegna villunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert