Úrskurðarnefnd hafnar kröfu húsfélags

Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir.
Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu húsfélags eigenda íbúða á Klapparstíg 1, 1a, 3, 5, 5a og 7, auk Skúlagötu 10, um ógildingu á breytingu á deiliskipulagi á svæði á milli Sæbrautar og Skúlagötu þar sem komið hefur verið fyrir skiptistöð strætisvagna.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Kærendur töldu hagsmuni 121 íbúðar undir í þessu máli, vegna ónæðis sem skiptistöðinni myndi fylgja vegna aukinnar umferðar, hávaða og loftmengunar.

Taldi húsfélagið að sú breyting á deiliskipulagi sem opnaði á skiptistöðina væri ekki í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur þar sem reiturinn sem stöðin stendur á sé skilgreindur fyrir skrifstofur og blandaða miðborgarbyggð.

Telur breytinguna óverulega

Reykjavíkurborg hélt fram þeim sjónarmiðum í málinu að eðli þess samkvæmt væri þungamiðja almenningssamgangna og lykilskiptistöðvar í hverju þéttbýli jafnan á miðsvæðum og svo hefði ávallt verið í skipulagi Reykjavíkur.

Úrskurðarnefndin taldi téða breytingu á deiliskipulagi óverulega, staðsetning skiptistöðva réðist af kerfi almenningssamgangna og akstursleiðum á svæðinu og hafnaði kröfu húsfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert