Úrskurðarnefnd hafnar kröfu húsfélags

Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir.
Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur hafnað kröfu hús­fé­lags eig­enda íbúða á Klapp­ar­stíg 1, 1a, 3, 5, 5a og 7, auk Skúla­götu 10, um ógild­ingu á breyt­ingu á deili­skipu­lagi á svæði á milli Sæ­braut­ar og Skúla­götu þar sem komið hef­ur verið fyr­ir skiptistöð stræt­is­vagna.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Kær­end­ur töldu hags­muni 121 íbúðar und­ir í þessu máli, vegna ónæðis sem skiptistöðinni myndi fylgja vegna auk­inn­ar um­ferðar, hávaða og loft­meng­un­ar.

Taldi hús­fé­lagið að sú breyt­ing á deili­skipu­lagi sem opnaði á skiptistöðina væri ekki í sam­ræmi við aðal­skipu­lag Reykja­vík­ur þar sem reit­ur­inn sem stöðin stend­ur á sé skil­greind­ur fyr­ir skrif­stof­ur og blandaða miðborg­ar­byggð.

Tel­ur breyt­ing­una óveru­lega

Reykja­vík­ur­borg hélt fram þeim sjón­ar­miðum í mál­inu að eðli þess sam­kvæmt væri þunga­miðja al­menn­ings­sam­gangna og lyk­il­skiptistöðvar í hverju þétt­býli jafn­an á miðsvæðum og svo hefði ávallt verið í skipu­lagi Reykja­vík­ur.

Úrsk­urðar­nefnd­in taldi téða breyt­ingu á deili­skipu­lagi óveru­lega, staðsetn­ing skiptistöðva réðist af kerfi al­menn­ings­sam­gangna og akst­urs­leiðum á svæðinu og hafnaði kröfu hús­fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert