Vatn í tankskipum

Fyrirtækið Aqua Omnis hyggur á vatnsútfluting frá Ölfusi, en fyrirhugað …
Fyrirtækið Aqua Omnis hyggur á vatnsútfluting frá Ölfusi, en fyrirhugað vatnstökusvæði er skammt vestan við Þorlákshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Fyr­ir­tækið Aqua Omn­is hef­ur í hyggju að hefja vatns­vinnslu á jörðinni Nesi í Ölfusi, en jörðin sú er um 14 km vest­an við þétt­býli Þor­láks­hafn­ar.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Áformað er að bora 12 hol­ur til vatns­öfl­un­ar­inn­ar, en vatn­inu yrði síðan dælt í vatnstank á sjáv­ar­botni, 2 til 3 kíló­metra frá strönd­inni og þaðan í tank­skip sem yrðu allt að 3.000 tonn að stærð.

Tank­skip­in kæmu því ekki til hafn­ar í Þor­láks­höfn, þar sem vatnið yrði inn­byrt úti á sjó.

Þess­um áform­um er lýst í mats­skýrslu verk­fræðifyr­ir­tæk­is­ins Cowi þar sem kem­ur m.a. fram að af­kasta­geta vatns­vinnslu­kerf­is­ins geti verið allt að 2.000 sek­únd­u­lítr­ar, en meðal­rennsli þó mun minna.

Ekki tíma­bært að fjalla um kostnað

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Þor­steinn Guðjóns­son, fyr­ir­svarsmaður Aqua Omn­is og einn hlut­hafa, að ekki sé tíma­bært að fjalla um áætlaðan kostnað vegna verk­efn­is­ins.

Verk­efnið hafi verið lengi í vinnslu og sú tækni sem gert sé ráð fyr­ir að nýta hafi tekið breyt­ing­um.

Fyrst var greint frá þess­um hug­mynd­um árið 2013, en mats­skýrsla Cowi hef­ur verið birt í skipu­lags­gátt Skipu­lags­stofn­un­ar.

Mats­skýrsl­an er nú til um­sagn­ar, en í fram­hald­inu fer málið í lög­bundið ferli, Skipu­lags­stofn­un mun gefa álit sitt á matsáætl­un­inni, síðan er um­hverf­is­mat eft­ir sem og álits­gjöf Skipu­lags­stofn­un­ar á því.

Vænt­an­legt vatnstöku­svæði er u.þ.b. miðja vegu á milli Þor­láks­hafn­ar og Hlíðar­vatns í Sel­vogi, en í 3,5 til 4 km fjar­lægð frá strand­lengj­unni.

Um­fjöll­un­ina um málið má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert