Eigið framboð breytti sýn á alla frambjóðendur

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og forsetaframbjóðandi.
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og forsetaframbjóðandi. mbl.is/Arnþór

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og forsetaframbjóðandi, kveðst sjá alla frambjóðendur með öðrum augum eftir að hafa sjálfur boðið sig fram til embætti forseta Íslands. 

Þetta kemur fram í færslu á Facebook sem Baldur birti í hópnum Baldur og Felix - Stuðningsfólk. 

Telur Harris vænlegri kost en Biden

Í færslunni veltir Baldur fyrir sér forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvort að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, komi til með að gefa kost á sér til forseta í stað Joe Biden Bandaríkjaforseta. 

Baldur telur það ólíklegt að Biden muni draga sig til hlés, en að það myndi styrkja sigurlíkur demókrata drægi Biden sig til baka og Harris kæmi í hans stað.  

Hann viðurkenni þó að margt geti breyst á skömmum tíma í pólitíkinni og að hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa upp á klúðurslega frammistöðu Biden í kappræðunum og að honum hafi ekki verið svefnsamt nóttina eftir banatilræðið á Donald Trump forsetaframbjóðanda. 

Skilji betur hvað frambjóðendur ganga í gegnum 

Baldur segir gefinna reynslu af eigin framboði til forseta hafa breytt því hvernig hann horfi á alla frambjóðendur og að hann skilji betur hvað þeir þurfi að ganga í gegnum. 

Engu að síður segist hann ekki geta hætt að fylgjast með refskák stjórnmálanna:

Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann,“ segir hann og hvetur fólk að lokum til þess að halda áfram að njóta lýðræðisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert