Enginn íslenskur smiður að störfum

mbl.is/Eyþór

Framkvæmdir við brýr og vegi yfir Hornafjarðarfljót ganga samkvæmt áætlun. Framkvæmdir hófust í ágúst 2022 og áætluð verklok eru 1. desember 2025.

Aron Örn Karlsson staðarstjóri Ístaks segir að verið sé að undirbúa steypu brúargólfs.

„Steypuvinnan tekur um 30-35 klukkustundir og unnið er á vöktum. Við bíðum eftir rétta veðrinu og stefnum á að steypa í næstu viku. Það eru kaplar inni í brúardekkinu sem eru spenntir eftir að steypan hefur náð ákveðnum styrk og þá á brúin að bera sig eftir viku. Eftir það flytjum við mótin að hinu brúarstæðinu og byrjað verður að moka undan brúnni,“ segir Aron Örn í samtali við Morgunblaðið.

Aron Örn Karlsson, staðarstjóri Ístaks.
Aron Örn Karlsson, staðarstjóri Ístaks. mbl.is/Eyþór

Starfsmenn gista á Höfn og í vinnubúðum

Um 60 manns starfa við verkið og gista 44 þeirra í vinnubúðum en aðrir á Höfn.

„Vélamenn eru frá Portúgal, smiðir frá Lettlandi, Rúmeníu og Póllandi og einn vélamaður er frá Íslandi. Engir íslenskir smiðir starfa við brúargerðina,“ segir Aron Örn.

Framkvæmdirnar ganga samkvæmt áætlun.
Framkvæmdirnar ganga samkvæmt áætlun. mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
Unnið að gerð Hornafjarðarbrúar.
Unnið að gerð Hornafjarðarbrúar. mbl.is/Eyþór

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert