„Fólk skemmtir sér mjög fallega“

Lögreglan á Egilsstöðum segir hátíðina LungA hafa farið vel fram …
Lögreglan á Egilsstöðum segir hátíðina LungA hafa farið vel fram enn sem komið er. Bæst hefur í gestafjölda og verður sinnt góðu eftrliti í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

„LungA er bara búið að ganga ótrúlega vel. Fólk skemmtir sér mjög fallega,“ segir lögreglan á Egilsstöðum um listahátíðina á Seyðisfirði sem er nú verið að halda í síðasta skipti.

Lokakvöld LungA fer fram í kvöld og segir telur lögreglan að bæst hafi við gestafjölda hátíðarinnar síðan í gær.

Segir lögreglan að hátíðin hafi farið mjög vel fram í ár og vonast til að það haldi áfram í kvöld. Segist hún þá vera með gott eftirlit með gestum hátíðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert