Framsóknarhúsið á Hverfisgötu er selt

Framsóknarhúsið að Hverfisgötu 33.
Framsóknarhúsið að Hverfisgötu 33. mbl.is/sisi

LG50, félag í eigu Avrahams Feldmans, rabbína gyðinga á Íslandi, hefur fest kaup á Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Kaupverðið er 325 milljónir króna alls, en félagið keypti bæði efri og neðri hæðina.

Neðri hæðina keypti félag Feldmans af Skúlagarði hf. á rúmar 167 milljónir króna. Efri hæðina keypti félagið af R101 ehf. á rúmar 157 milljónir króna. Hefur félag Feldmans þegar fengið húsið afhent.

Húsið við Hverfisgötu 33 var reist árið 1965 og hefur frá árinu 1998 hýst höfuðstöðvar Framsóknarflokksins. Húsið var auglýst til sölu í ágúst í fyrra, en þá sagði Helgi Héðinsson framkvæmdastjóri flokksins í samtali við Morgunblaðið að húsið hentaði ekki flokknum nægilega vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert