Hiti á bilinu 12 til 17 stig og síðdegisskúrir

Frekar svalt verður norðanlands í dag, miðað við hvernig hitinn …
Frekar svalt verður norðanlands í dag, miðað við hvernig hitinn hefur verið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á sunnanverðu landinu verður bjart með köflum og nokkuð milt í dag. Hiti verði víða á bilinu 12 til 17 stig en nokkrar líkur á stöku síðdegisskúrum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Þá segir jafnframt að fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt í dag, súld eða dálítil rigning norðanlands og fremur svalt miðað við það sem verið hefur.

Samfelld rigning annað kvöld

Á sunnanverðu landinu verður svipað veður í fyrramálið en þegar líður á morgundaginn nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt.

Það bætir í úrkomu á Norður- og Austurlandi og verður 8-15 m/s um kvöldið og samfelld rigning á þeim slóðum og gæti orðið talsverð rigning sums staðar vestan Tröllaskaga og á annesjum nyrðra.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert