Rannsaka meinta líkamsárás ferðamanna á mánudag

Erlendu ferðamennirnir sæta yfirheyrslum lögreglu í dag.
Erlendu ferðamennirnir sæta yfirheyrslum lögreglu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír erlendir ferðamenn sem grunaðir eru um meiriháttar líkamsárás og voru handteknir í nótt verða yfirheyrðir í dag og mun málið vera tekið til rannsóknar á mánudaginn.

Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is

Þolandi hlaut tannbrot

Mennirnir voru handteknir í nótt og vistaðir í fangageymslu í kjölfarið. Árásarþoli hlaut tannbrot eftir hnefahögg í árásinni.

Greint hefur verið frá því að fíkniefni hafi fundist á tveimur hinna handteknu og að grunur leiki á að um kókaín sé að ræða.

Lögregla vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert