Tefldu á Ingólfstorgi í blíðskaparveðri

Þetta er í fyrsta sinn sem að skáksamband Island efnir …
Þetta er í fyrsta sinn sem að skáksamband Island efnir til skákmóts á Ingólfstorgi og Gunnar vonast til þess að geta gert þetta að árlegum viðburði. mbl.is/Guðmundur Hermannsson

Veður lék við skákmenn sem sóttu mót Skáksambands Íslands á Ingólfstorgi fyrr í dag. Alls tóku 33 þátt í mótinu og bar Arnar Gunnarsson sigur úr býtum.

„Þetta fór fram við ljómandi aðstæður, fullt af fólki að fylgjast með frábæri stemming í frábæru veðri,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við mbl.is.

Efnt var til mótsins í tilefni alþjóðlega skákdagsins sem er haldinn 20. júlí ár hvert í tilefni stofnunnar alþjóða skáksambandsins FIDE. Sambandið var stofnað 20. júlí árið 1924 og fagnar því 100 ára afmæli í dag. Teflt er um allan heim í tilefni dagsins.

Vongóður um heimsmet

Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák og fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, setti mótið á Ingólfstorgi.

Gunnar segir að reynt sé að fá sem flesta víðs vegar um heim til þess að tefla og slá heimset í fjöld tafleikja á einum degi í tilefni dagsins. Hann væntir þess að niðurstaða á því hvort tekist hafið að slá heimsmet fáist á morgun og er vongóður um að metið verði slegið.

„Þetta verður væntanlega slegið.“

Þetta er í fyrsta sinn sem að skáksamband Íslands efnir til skákmóts á Ingólfstorgi og vonast Gunnar til þess að geta gert þetta að árlegum viðburði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert