Bætir í vind og úrkomu í dag

Úrkomumest verður fyrir norðurströndina.
Úrkomumest verður fyrir norðurströndina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það bætir í vind og úrkomu í dag, fyrst austast. Vestan og norðvestan 8-15 m/s og rigning í kvöld og í nótt, hvassast og úrkomumest verður við norðurströndina.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Þá segir að lengst af verði þurrt syðra. Norðvestlæg eða breytileg átt norðanlands í dag, 3-10 m/s, og súld eða dálítil rigning. Það verður bjart með köflum syðra.

Suðvestan 8-15 m/s síðdegis á morgun og rigning eða súld með köflum, en léttir smám saman til á Austurlandi.

Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða í dag en suðaustan til á morgun, segir að lokum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert