Eldur fyrir utan hús í Mosfellsbæ í gærkvöldi

Eldur kom upp fyrir utan hús í Mosfellsbæ í gærkvöldi.
Eldur kom upp fyrir utan hús í Mosfellsbæ í gærkvöldi. mbl.is/Eyþór

Eldur kom upp fyrir utan hús í Mosfellsbæ um sjöleytið í gærkvöldi. Greiðilega gekk að slökkva eldinn en nokkuð tjón hlaust af eldinum þrátt fyrir að enginn hafi verið fluttur með sjúkrabíl.

Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Hann segir að það hafi tekið stuttan tíma að slökkva eldinn sjálfan en að það hafi tekið lengri tíma að ganga úr skugga um að engar glæður væru til staðar.

Húsið sviðnaði aðeins að utan segir hann en segist ekki vita í hverju kviknaði í.

Slökkviliðið birti færslu á facebook þar sem farið var yfir nóttina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert