Ferðamennirnir sem voru handteknir í gærnótt fyrir meiri háttar líkamsárás voru látnir lausir úr haldi eftir yfirheyrslu í gær.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásarþoli Íslendingur sem hlaut tannbrot eftir hnefahögg í árásinni. Ekki er vitað nánar um líðan einstaklingsins.
Fíkniefni fundust á tveimur hinna handteknu en ekki er hægt að greina frá hvaðan þeir eru.
Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.