Ferðamennirnir látnir lausir úr haldi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðamennirnir sem voru handteknir í gærnótt fyrir meiri háttar líkamsárás voru látnir lausir úr haldi eftir yfirheyrslu í gær. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var árásarþoli Íslendingur sem hlaut tann­brot eft­ir hnefa­högg í árás­inni. Ekki er vitað nánar um líðan einstaklingsins. 

Fíkni­efni fundust á tveim­ur hinna hand­teknu en ekki er hægt að greina frá hvaðan þeir eru. 

Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka