Gamli og nýi tíminn mætast í mynd

Myndirnar sýna gamla og nýja tímann.
Myndirnar sýna gamla og nýja tímann. Samsett mynd/Loftmyndir

Strandlengjan við Reykjavík hefur breyst mikið á undanförnum áratugum með umfangsmiklum landfyllingum. Hér að ofan má sjá tvær loftmyndir úr safni Loftmynda. Myndin hægra megin er af strandlengjunni árið 1954 og myndin vinstra megin er tekin í fyrra.

Á myndinni frá 1954 sést að byrjað er að byggja Áburðarverksmiðju ríkisins og hafnarkantinn þar. Mikill vogur hefur verið þar sem ruslahaugar borgarinnar voru í áratugi og glöggt sést hvernig búið er að fylla upp í voginn, um það bil 20 hektara. Gufunesbærinn sést á báðum myndum rétt vestan við iðnaðarhverfið við Gylfaflöt þar sem túnin voru áður.

Vestan við Gufunesveginn þar sem Hamrahverfið er í dag eru greinileg ummerki eftir skurðgröft. Gufunesvegurinn lá frá Vesturlandsvegi niður að voginum fram hjá Keldum í gegn þar sem Foldahverfið í Grafarvogi er í dag og lá vegurinn að áburðarverksmiðjunni. Frá Gufunesveginum lá vegur þar sem Hamrahverfið er í dag að bænum Dofra.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær

Gufunes ser greinilegt nes og þar var vogur sem Reykvíkingar …
Gufunes ser greinilegt nes og þar var vogur sem Reykvíkingar fylltu með rusli. Ljósmynd/Loftmyndir
Með landfyllingum hefur orðið til mikið land undir hafnir, iðnað …
Með landfyllingum hefur orðið til mikið land undir hafnir, iðnað og Geirsnefið. Ljósmynd/Loftmyndir



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert