Gul viðvörun á miðnætti

Gul viðvörun tekur í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra …
Gul viðvörun tekur í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra á miðnætti. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar með úrhellisrigningu. 

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að spáð sé 8–15 m/s og rigningu. 

Búast má við talsveðri eða jafnvel mikilli úrkomu á Tröllaskaga. 

Einnig, er búist við auknu afrennsli og hækkandi vatnsborði í ám og lækjum, sem geta orðið ófærar.

Þá eru auknar líkur á grjóthruni og aurskriðum og er fólk hvatt til að forðast brattar fjallshlíðar.

Viðvörunin gengur úr gildi klukkan 15 á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert