Kölluð til vegna ofbeldis og fann skotvopn

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að íbúð í fjölbýlishúsi í nótt vegna ofbeldis. Við rannsókn á vettvangi fundust nokkur skotvopn. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en lögreglumenn komu að nokkrum einstaklingum í íbúðinni sem voru allir undir áhrifum. Þá voru veruleg ummerki um neyslu vímuefna í íbúðinni. 

Tveir voru handteknir á vettvangi, báðir grunaðir um eignaspjöll. Annar mannanna er grunaður um líkamsárás. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu. 

Við vettvangsrannsókn fundust nokkur skotvopn í fataskáp, en húsráðandi var ekki með gild skotvopnaréttindi, og „enn fremur í engu ástandi til að sýsla með slík vopn“.

Lagt var hald á byssurnar og er húsráðandi grunaður um vopnalagabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert