Neitaði að borga fyrir matinn og var handtekinn

Annasamur dagur hjá lögreglunni.
Annasamur dagur hjá lögreglunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stolnar bifreiðar, innbrot, flutningar vegna veikinda og veitingagestir í annarlegu ástandi voru á meðal verkefna lögreglunnar frá kl. 5 í morgun til 17 síðdegis.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Greint er frá því að lögreglan hafi stöðvað einstakling sem ók um á stolinni bifreið. Ökumaðurinn hafi reynst vera undir áhrifum fíkniefna og verður vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að taka skýrslu.

Hjópst á brott eftir innbrot

Eins var einn veitingagestur í miðbænum handtekinn fyrir að neita að greiða fyrir máltíð sína. Gesturinn var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangageymslu.

Þá barst tilkynning um innbrot í Vesturbænum. Húsráðandi var heima og kom að meintum geranda en hann hljópst á brott. Ekki tókst að handsama einstaklinginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert