Skemmtiferðaskip gnæfa yfir Akureyri

Horft yfir Akureyri í dag.
Horft yfir Akureyri í dag. mbl.is/Þorgeir

„Þau setja sterkan svip á bæinn, bæði hvað varðar mannlíf og ásýnd,“ segir María Helena Tryggvadóttir, verkefnastjóri ferðamála hjá Akureyrarbæ, í samtali við mbl.is um skemmtiferðaskip sem koma við á Akureyri um sumarið.

Mörg skemmtiferðskip koma við á Akureyri í sumar en í dag gnæfa þrjú skemmtiferðaskip yfir bænum. Þar á meðal er skemmtiferðaskipið Caribbean Princess sem lagði að bryggju í morgun en rúmlega 3.000 farþegar eru þar um borð.

Þrjú stór skemmtiferðaskip eru lögð við Akureyrarhöfn í dag.
Þrjú stór skemmtiferðaskip eru lögð við Akureyrarhöfn í dag. mbl.is

Skiptar skoðanir á skipunum

Spurð hvernig komur skemmtiferðaskipanna leggist almennt í íbúa Akureyrar svarar María: „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Sumum finnst þetta vera of mikið á meðan aðrir eru mjög ánægðir.“

„Þetta auðvitað skapar líf og mikið er um að vera í bænum þegar það eru skip,“ bætir hún við.

Nefnir hún að þó sumum þyki of margir ferðamenn koma til bæjarins með skemmtiferðaskipum þá heimsæki þeir almennt bara miðbæinn.

„Þannig að straumur ferðamanna hér á Akureyri er ekki mikið um íbúabyggðir, þetta er meira um miðbæjarsvæðið og þessa helstu ferðamannastaði,“ segir hún.

Skemmtiferðaskipið Caribbean Princess við höfnina á Akureyri.
Skemmtiferðaskipið Caribbean Princess við höfnina á Akureyri. mbl.is

Unnið að því að dreifa komum skipanna

María tekur fram að reynt sé að stýra og dreifa komum skemmtiferðaskipa. Þannig sé unnið að því að takmarka komur og tryggja að ekki séu of mörg slík skip lögð við bryggju í senn við Akureyrarhöfn.

„Þannig að það er verið að reyna að stýra betur hvenær þau koma og að þau verði ekki of mörg í einu,“ segir hún að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert