Skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg í nótt

Skjálftahrinan í nótt á Kolbeinseyjarhrygg.
Skjálftahrinan í nótt á Kolbeinseyjarhrygg. Kort/Map.is

Jarðskjálftahrina hófst á Kolbeinseyjarhrygg upp úr miðnætti. Stærsti skjálftinn mældist 3,1 að stærð. 

Þetta staðfestir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is. 

Hún tekur fram að mælingarnar eru óyfirfarnar en að eins og er hafi átta skjálftar mælst, sjö þeirra voru yfir tveimur að stærð. 

Síðasti skjálftinn mældist upp úr klukkan fjögur í nótt svo það virðist vera hægja á hrinunni.

Sigríður nefnir að jarðskjálftarnir séu svo langt frá mælum að minni skjálftar mælist ekki. 

Um er að ræða eðlilega skjálftavirkni á flekaskilum sem kemur upp öðru hverju. „Það kemur þarna á hryggnum öðru hverju.“

Síðast var álíka hrina á sömu slóðum í byrjun júlí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert