Ljósmynd sem sýnir sprungu í Hagafelli hefur vakið athygli inni á facebook-hópi fyrir áhugamenn um jarðsögu.
Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir sprunguna í Hagafelli ekki nýja af nálinni og að hún hafi ekki stækkað frá síðasta eldgosi á Reykjanesskaganum.
„Sprungan var fyrir síðasta gosið og það flæddi smá kvika inn í hana,“ segir hann í samtali við mbl.is.
Aðspurð segir hún gíginn hafa myndast í síðasta gosi.
Síðasta eldgos varð í Sundhnúkagígum í lok maí og lauk 22. júní.