Aurskriða féll við Hítarvatn á Mýrum

Þröstur segir upphaf skriðunnar í 400 til 500 metra hæð.
Þröstur segir upphaf skriðunnar í 400 til 500 metra hæð. Ljósmynd/Þröstur Sveinn Reynisson

Aurskriða féll við Hítarvatn fyrr í mánuðinum. Þröstur Sveinn Reynisson jarðfræðiáhugamaður lagði leið sína að skriðunni í vikunni til þess að skoða hana.

Hann segir skriðuna hafa verið fremur stóra en hún féll helgina 13.-14. júlí. Segir hann um hefðbundna aurskriðu að ræða.

„Hún byrjar ofarlega í klettabeltinu, í kannski 400 til 500 metra hæð, einhvers staðar þar og nær næstum því að vatninu. Hún stoppar nokkrum metrum frá. Þetta er bara leðja, hún lekur bara hægt og rólega út í vatnið.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert